laugardagur, október 09, 2004
|
Skrifa ummæli
Ofurdós
Var að hjálpa Haldóri Eldjárn (sonur Unnar veðurfræðings og Þórarins Eldjárns) í smá tölvuuppsetningum. Komst að því að hann er í hljómsveitinni Ofurdós. Þokkalegasta hljómsveit miðað við að hún var stofnuð á þessu ári. Hefur haldið nokkra tónleika og einnig spilað í sjónvarpinu. Hún hyggst taka þátt í mússíktilraunum næst þegar það verður hægt og tel ég hana eiga bara ágæta möguleika á að ná nokkuð langt í keppninni. Hljómsveitin minnir mig svolítið á búdrýgindi, þ.e. mjög ung sveit og spilar hressilega tónlist. Þeir hafa gefið út 3 lög á netinu (rokk.is) og héngu þar inni í 4 vikur a top 10 með lagið Dópistalagið. Persónulega finnst mér þó lagið Jónas mun skemmtilegra.

Allur er varinn góður og best að byrja að stolka snemma, ef ske kynni að þeir yrðu frægir.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar