Kynntist konu í gær
Hitti hana í Kringlunni og við settumst niður og spjölluðum aðeins og svo hallaði ég mér aftur og kom mér vel fyrir. Svo tók hún bara upp sprautu og fór að sprauta mig og aftur og aftur og ég lá þarna bara uppdópaður á meðan hún skrapp frá í nokkrar mínútur. Þegar hún kom aftur þá hélt hún bara áfram að sprauta mig og mér var farið að líða frekar undarlega. Því næst tók hún upp tangir og fór að hjakka í tönnunum og ca hálftíma síðar lá ég þarna blóðugur og endajaxlinn hægra megin úr efri góm lá þarna á borðinu. Þessu var nú ekki alveg lokið, því næst tók hún upp nál og tvinna og tróð þessu upp í mig og fór að sauma.
Nú er ég með 3 spor í kjaftinum og einhvern leirköggul yfir því, sem var settur þarna til að passa að ég væri ekkert að fikta í þessu og einnig stoppaði þetta blæðinguna.
En ég ætla að hitta hana aftur á mánudaginn á sama stað.
|