Köttur
Kötturinn (sá elsti) sem að bjó í sumarbústaðnum í garðinum heima varð bara eftir þegar nágrannarnir fluttu. Þegar ég kom heim úr fríinu þá tók hann á móti mér í ganginum (sameigninni) og ég gaf honum að borða og síðan þá hefur hann bara verið heima og mér sýnist það nú að ég sé búinn að eignast kött, enda er hann voðalega gæfur og góður við mig (og alveg sérstaklega þegar hann er svangur). Hann gegnir nafninu "kisi kisi kisi kisi kis", en held að hann hafi heitið "Snúlla" þar til að konan sem átti hann fyrst lést. Mér finnst það bara ekki passa mjög vel við hann þar sem að hann á það til að klóra frá sér ef hann er eitthvað ósáttur og jafnvel narta í mann og "Snúllur" gera það bara alls ekki.
Þetta verður ekki mikið breyting hjá mér þar sem að kötturinn hefur alltaf gert sig heimakominn hjá mér, en nú þarf ég bara að gefa honum að borða líka, en hann hefur verið mjög snyrtilegur og fer alltaf út til að púðra á sér nefið.
|
Já, til hamingju!
15:48 Joi
|
|