mánudagur, október 18, 2004
|
Skrifa ummæli
Helgin
Jæja, ég ætla aðeins að segja frá helginni hjá mér:

Föstudagur:
Var að vinna til um kl. 18 og fór þá heim og fékk mér bjór og horfði á sjónvarpið (RÚV að sjálfsögðu) á meðan Sonja var að læra. Síðan komu Árni og EE og við fengum okkur einn bjór og héldum síðan á tónleikana (náðum í Hjölla í leiðinni) með Prodigy sem voru frábærir og gaman að skemmta sér þarna innanum litlu lömbin :-).
Eftir tónleikana fórum við heim til mín og fengum okkur einn bjór og var rifist um Bush þangað til ég neyddist til að "henda" Árna út.

Laugardagur:
Hjölli pikkaði mig upp rétt fyrir kl. 11 og við fórum á Players á tippfund með Árna og Pálma. Siggi sá sér hvorki fært að mæta né láta okkur vita af því og fær hann skammir í hattinn. Pálmi fór síðan eftir fundinn en við horfðum á leiðinlegan leik og við fórum sína heim. Mamma kíkti aðeins í heimsókn og sýndi mér myndirnar sem hún tók frá St. Pétursborg og síðan lagði ég mig því ég var orðinn eitthvað slappur.
Um kvöldið fór ég síðan í fjölskylduboð uppi á Kjalarnesi og voru þar hátt í 20 manns og mikið fjör. Við vorum síðan komin heim um kl. 1 um nóttina.

Sunnudagur:
Vaknaði frekar seint og við Sonja kíktum í IKEA og keyptum eitthvað smádót þar og síðan fór ég með Hjölla niður í bókabúð til að kaupa gjöf fyrir Árna. Við brunuðum síðan þrjú í fjörðinn og fórum í afmæliskaffi hjá kallinum (Árna) og vorum þar fram til 18.30 leitið. Þá keyrðum við Hjölla heim og fórum upp í Álfsnes og skúruðum þar og vöskuðum upp á skrifstofu Sorpu (Sonja gerir það 2 í viku) og fórum síðan í 10/11 og keyptum þar snarl fyrir kvöldið því það var videokvöld hjá okkur. Hjölli, Ágústa föðursystir Sonju og Livia dóttir hennar mættu og var horft á Fahrenheit 9/11 sem var alveg ágæt. Eftir myndina var rætt aðeins um efni hennar og horft á endann á James Bond.
    
Það er bara einn kallinn ...
11:34   Blogger Burkni 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar