föstudagur, desember 29, 2006
|
Skrifa ummæli
Hér er fjallað um jólastress og annað jólaflúbb.

Þegar ég kom heim úr vinnunni beið mín póstur frá bankanum mínum þar sem þeir í góðmennsku sinni tilkynna mér að þér hafi ákveðið að létta um fyrir fólki og bjóði því raðgreiðslur á jóla kreditkortareikningnum til allt að 36 mánaða í staðin fyrir 12 mánuði. Þvílík góðmennska það.

Ég hef hugsað aðeins um tilgang jólanna og í hvaða far jól og jólaundirbúningur eru að fara. Það sem ég held að einkenni jólin í dag eru stress, peningaplokk fyrirtækja, græðgi og meiri græðgi.

Fólk fær ekki flóafrið frá auglýsingum fyrirtækja hvort sem það er í sjónvarpi, útvarpi, tímaritum, dagblöðum eða pósti svo ég tali ekki um allar auglýsingar út um alla borg á strætóum o.flr. ásamt auglýsingum á vefsíðum. Allt spilar þetta á að fá peninga fólks í skiptum fyrir eitthvað drasl og þetta væntanlega æsir upp í okkur græðgi og einhverja tilbúna þörf á allskonar dóti. Það er merkilegt hvað fólk vill frekar eiga en peninga!

Undirbúningur jólanna felst því mikið í því í dag að eltast við að gera allskonar hluti svo maður sitji ekki eftir í lestinni og geti bara ekki haldið jól.

Ungir krakkar í dag eru að fá gjafir í tugatali og ég get ekki séð einn jákvæðan hlut við það hvað þau fái þennan fjölda af gjöfum - þeir einu sem eru að græða á þessu eru gráðug og samviskulaus stórfyrirtæki sem hafa gert vel fyrir jólin að markaðsetja jólin. Litli frændi minn t.d. rífur upp pakkana og er orðin snaruglaður af þessu öllu og þarsíðustu jól fór hann að leika sér að gjafapappírnum eftir að hafa opnað allar gjafirnar - þetta er nú meiri vitleysan. Ef börn myndu fá í mesta lagi 3-4 gjafir hver jól eða fleiri gjöfum yrðu dreift á jóladagana þá myndu jólin væntanlega fá einhverja örlitla meiri tilgang en að fá sem flesta hluti. Sá sem á mest drasl þegar hann deyr vinnur!

Ég held að þetta sé fyrir löngu komið út í rugl. Þau áhrif sem jólahaldið hafði á fólk um miðja síðustu öld er líklegast allt annað en í dag og það mun ekki breytast því að græðgi, efnishyggja og tillitsleysi (var ég búinn að nefna græðgi?) mun stjórna lífi okkar til frambúðar.

Gleðileg Jól.
    
Mikið er ég sammála þér. Var einmitt sjálfur að froðufella út af auglýsinga garganinu sem dynur á manni sí og æ allstaðar.
En það að litli frændi þinn sé farinn að leika sér með jólapappírinn í stað gjafanna, segir mikið um firringuna.
00:44   Anonymous Nafnlaus 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar