... nörd - það er spurningin!Reyndar er það engin spurning - ég var aldrei, og mun aldrei vera nörd, þó að félagar mínir margir hverjir hafi verið það og séu það ennþá. Ég rífst oft við Sonju um það hvort ég hafi verið nörd en ég þvertek að sjálfsögðu algjörlega fyrir það. Til að sanna mál mitt ætla ég að skella upp smá myndaþátt af mér og félögum mínum, þeim Pálmfróði og Hjölla þegar við fórum í taflferð á Stóra-Dímon (eða var það sá litli - skiptir ekki öllu).
Þessar myndir átti Pálmfróður í fórum sínum en þær eru því míður í hræðilegum gæðum - veit ekki hverskonar myndavél hann var með, en þetta verður að duga - efnið skilar sér vonandi. Ég ætla að skella inn nokkrum myndum, og afganginn af þeim er síðan hægt að sjá hérna, fyrir þá sem hafa áhuga á því:
GalleríÉg og Pálmfróður í upphafi gönguferðar með taflborð, borð og stóla. Þetta er Dihatsu-inn hans Pálma sem var að ég held hans annar bíl ef ég man rétt.
Þarna eru miklar pælingar í gangi enda sennilegast ójöfn skák í gangi því Pálmfróður var líklegast heldur betri skákmaður en ég.
Annað sjónarhorn - takið eftir gatinu á olnboganum á skyrtunni minni (þessi skyrta var í miklu uppáhaldi og gekk ég lengi í henni með þetta gat eins og sönnum töffurum).
Þriðja sjónarhornið.
Náttúrufegurð fyrir neðan okkur.
Og enn ein mynd af okkur að tefla.
Hjölli eitthvað að sprella.
Pálmi að henda í málverk þarna enda mikill bóhem sem notaði helst ekki myndavélar. Ég er að benda honum og sést kraftalegur limaburður minn vel.
Sennilega dýpri meining með þessari mynd hjá Hjölla en við gerðum okkur grein fyrir.
Gleymdum við dótinu þegar við fórum niður - við ættum kanski að fara aðra ferð og ná í það?
Jæja, fleiri myndir úr þessari miklu ferð eru sennilega ekki til. Ég ætla að reyna að henda inn fleiri gömlum myndum við tækifæri ef ég finn eitthvað skemmtilegt en því miður vorum við ekki mikið að taka myndir á þessum tíma og er það frekar leiðinlegt.