þriðjudagur, desember 05, 2006
|
Skrifa ummæli
Að labba
$20.000.000.000

Síðan ég byrjaði að vinna í Borgartúninu hef ég verið tregur til að labba/hjóla til vinnu og yfirleitt viljað fara í bíl eins og venjulegur Íslendingur. Ég hef reynt að venja mig á að hjóla en að hjóla veitir mér takmarkaða ánægju og því hefur það verið erfitt að koma því í vana. Einstaka sinnum hef ég labbað en það að labba frá Skúlagötunni tók alveg 15-20 mínútur og frá Leifsgötunni um 30 mínútur þannig að ég hef talið sjálfum mér trú um að það sé of langt. Núna síðustu vikurnar hef ég reyndar byrjað að njóta þess að labba til og frá vinnu og það held ég að sé bara gott mál því mér veitir ekkert af hreyfingu og útiveru. Það er líklegast tvennt sem hefur valdið þessari hugarfarsbreytingu hjá mér - annarsvegar að ég er farinn að nota gönguskóna mína til og frá vinnu og það er allt annað en að tippla þetta í einhverjum lökkuðum vinnuskóm. Hitt málið sem er mun veigameira er að ég nota þennan tíma í að hlusta á podcöst í iPodinum mínum og er ótrúlegt úrval af góðum þáttum sem hægt er að velja um núorðið. Í dag hlustaði ég t.d. á þátt frá BBC um uppbyggingu í Írak og peninga sem þar átti að nota í uppbyggingu en hurfu sporlaust.
    
Alveg magnað hvað peningar eiga það til að hverfa sporlaust þegar þeir koma til landa þar sem eru fleiri byssur en fólk.
16:00   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar