Hver drap rafmagnsbílinn?
Horfði á myndina " Who killed the electric car?" í gærkvöldi. Þetta var bara helvíti góð mynd um það hvernig það hefur verið markvisst unnið gegn því að koma rafmagnsbílnum á markað. General Motors voru komnir með mjög góðan rafmagnsbíl á götuna árið 1996 og kallaðist EV1. Svo voru þeir skyndilega allir innkallaðir og eyðilagðir. Aðeins einn bíll er eftir og er hann á safni, en búið er að fjarlægja vélina og allt sem máli skipti til að hægt væri að búa til svona bíl aftur. Það er farið í saumana á mörgum hlutum og pælt í því hvers vegna rafmagnsbíllinn var gjörsamlega tekinn úr umferð. Toyota gerði svipað og voru komnir með fínan rafmagnsbíl á götuna, en hætti við á síðustu stundu að setja þá á markað og keyrðu í staðinn alla bílana í verksmiðju þar sem að þeir voru tættir (af einskærri tilviljun þá var einnig olíubor í gangi þar sem að bílarnir voru eyðilagðir) En það voru ekki bara olíukóngarnir sem töluðu gegn þessu, heldur hafa nokkrir forsetar bandaríkjanna verið á móti þessu þar sem að USA er háð olíu (og var sýnt myndbrot af Bush segja þetta). En það voru ekki síst bílaframleiðendurnir sjálfir sem unnu gegn þessu, því þegar allt kom til alls, þá voru þessir nýju rafmagnsbílar svo frábærir að þeir biluðu ekkert og því var stór hætta á að varahlutasala færi alveg í vaskinn ef þessir bílar kæmu á markaðinn. En ég mæli semsagt að menn kíki á þessa mynd. gef henni alveg 3 stjörnur af 5
|
Pant fá þessa mynd lánaða.
22:23 Joi
okilidókili ég skal lána þér hana
00:06 Hjörleifur
|
|