Jólabúx
Ég setti hausinn á blögginu í jólabúning og eins og lesendur kannski sjá og muna er þetta nánast eins og í fyrra og segir það kannski sitt um hugmyndaflugið hjá mér. Ég hef ekki tíma til að gera þetta öðruvísi og betur en það er kannski ágætis keppni í desember að gera besta jólahausinn fyrir bloggið okkar .... hvernig líst mönnum á það? Ef fólk vill vinna út frá gamla hausnum þá er hægt að sækja hann hérna: http://js.smugmug.com/photos/53984584-L-0.jpg Ég skora á lesendur og sérstaklega bloggarana á þessu bloggi að sýna hvað þeir geta.
|
og taka sig nú á, þau sem ekki eiga myndvinnsluforrit þá er það engin afsökun því það er til þetta ágætis forrit, sem er ókeypis og heitir gimp. Það getur allan fjandann.
17:35 Hjörleifur
Ég legg til að allir slembarar skili inn þeirra útgáfu af haus í jólabúningi og enginn verði undanskilinn. Lokaskil eru 24. des og þá verða Pálmi, Hjölli, Bjarni og Árni allir búnir að skila inn. Lesendur eru einnig kvattir til að skila inn sinni útgáfu. Menn hafa rúmlega 3 vikur svo það ætti að nægja.
20:54 Joi
|
|