Jólabjór
Ég er búinn að drekka jólabjór síðustu kvöld, 1-2 á kvöldi og það er einhver stemming við að drekka þennan bjór finnst mér og því hef ég drukkið meira undanfarið en ég geri vanalega. Ég ætla því að gefa jólabjórnum stjörnugjöf og smá umsögn: Egils Jólabjór 3/5Þessi kom á óvart - mildur og bragðgóður og mjög góður bara. Egils Malt Jólabjór 3/5Hann er nánast eins og malt á bragðið með smá bjórbragði og þessvegna nokkuð bragðgóður. Ég hugsa samt að ég gæti ekki drukkið mikið af honum - 1/2 til 1 bjór á kvöldi er passlegt. Víking Jólabjór 5/5Þessi bjór er bara snilld að mínu mati - ótrúlega góður, mildur og nánast fullkominn. Ég vissi ekki hvort ég ætti að gefa honum 4 eða 5 stjörnur þannig að ég skellti honum bara í 5 stjörnur. Tuborg Julebrug 2/5Þessi er bara vondur að mínu mati, bragðvondur og rammur - ég geri ekki ráð fyrir að drekka meira af honum en þessa kippu sem ég asnaðist til að kaupa.
|
Sammála eiginlega öllu í þessari greinargerð, ég hef smakkað þá flesta í ár og hefði raðað þeim nákvæmlega eins og Eldklerkurinn.
12:59 Burkni
Ég smakkaði viking jólabjórinn og fannst hann ekkert spes, gef honum samt 2 stjörnur þar sem að ég gat klárað flöskuna og svo er hann jólalegur.
Næst smakkaði ég Tuborg Julebrygg og hann var fínn gef honum 3 af 5 mögulegum
13:58 Hjörleifur
|
|