föstudagur, desember 01, 2006
|
Skrifa ummæli
Ammæli
Matti átti afmæli í gær og af því tilefni tókum við okkur frí frá vinnu og ráfuðum um Reykjavík fyrrihluta dags og drukkum kaffi á Kaffi Tár og Eymundsson í Austurstræti. Um kvöldið var svo skundað í Perluna og gerð úttekt á Jólahlaðborðinu.
Það var næstum því fullkomið, en um kvöldið heyrðust ægileg læti úr eldhúsinu og svo þegar ég var að spyrja kokkinn um eplakökuna (kokkurinn stóð þarna við eftirréttaborðið) þá varð hann voðalega vandræðalegur og var eitthvað að útskýra að það hafi orðið smá óhapp sko, það hafi kannski heyrst fyrr um kvöldið, en þannig að sko að epplakakan verður ekkert tilbúin fyrr en seinna. Greinilegt að hann vildi ekki segja mér að þeir hefðu einfaldlega misst kökuna í gólfið.
Ég sagði honum að það gerði ekkert til, það væri nóg af öðru góðgæti þarna.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar