fimmtudagur, desember 05, 2002
|
Skrifa ummæli
Sigurður vinnufélagi minn var að skamma mig áðan fyrir það að ég væri ekki nægilega einlægur í bloggum mínum, og Pálmi væri mun skemmtilegri bloggari, því hann væri að tala um einlæg málefni. Ég reyndi að segja honum að ég risti bara ekki dýpra en þetta sem persóna og bloggin mín væru eins einlæg og mögulegt er. Hann hlustaði ekkert á þetta í mér, og vildi fá meira af mannlegum breyskleika í mín blogg og því ætla ég að taka hann fyrir í þessu bloggi og samskipti okkar í gegnum tíðina .... you asked for it, you got it, TOYOTAAAAAAA:

Samskipti Jóhanns og Sigurðs á vinnustað:
Samskipti okkar Sigurðs hafa ekki alltaf í gegnum tíðina verið dans á rósum, og byrjuðum við eiginlega á vitlausum enda þegar hann og Hálfdán réðu mig inn til AGR fyrir tveimur árum síðan. Ég byrjaði að skjóta fast á hann eins og mér er einum lagið og gagnrýna, oft ómálefnanlega .... og hann svaraði þá oft fullum hálsi á móti að sjálfsögðu. Þetta leiddi til þess að það var oft rafmagnað andrúmsloft á milli okkar. Ég skýt oft miskunnarlausum háðsglósum, og Siggi er viðkvæmur fyrir stríðni, það er ekki góð blanda. Síðan get ég líka verið gagnrýninn og hann kann ílla við að svona skíthælar eins og ég séu að gagnrýna hann. Með tímanum lærðum við þó inn á hvorn annan og samskipti okkar bötnuðu til muna, þegar mér lærðist hvað ég mætti segja við hann og hvernig, og hann lærði að helmingurinn af því sem ég segi er eintómt bull sem ég gæti alveg eins notað rassgatið á mér til að segja. Í dag eru samskipti okkar hinsvegar mun betri, þó oft fari á milli okkar hressileg skoðanaskipti, en það er bara eðlilegur hlutur og oftast er grínið ekki langt undan. Bottom line er líklega að við erum báðir helvítis bjánar og aumingjar og en mér þykir vænt um hann Sigga litla!
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar