mánudagur, desember 30, 2002
|
Skrifa ummæli
Þessi dagur er bara búinn að vera ágætis dagur. En í dag er einmitt dagurinn þar sem að starfsmenn sem hafa látið af störfum á árinu eru kvaddir og þá er boðið upp á léttar veitingar og er ég því dulítið léttur á mér núna. Nú er bara um að gera að koma sér heim og skella sér í sparifötin (en þau nota ég bara svona spari og þegar ég þarf að halda ræður í stúdentapólitíkinni) og skella sér í hið árlega matarboð Erlu (Pálmi situr líklega við eldhúsborðið og skipar fyrir og fær kanski að skera grænmetið). En þetta mun allt koma í ljós síðar í kvöld.

Svo heyrði ég Geirfuglana auglýsta á Iðnó um áramótin, þangað ætlar víst öll elítan að mæta ásamt stolkerunum.

Svo var í fréttum að ofsatrúarmaður í Bandaríkjunum hafi skotið lækni, en ég hef ekki hugmynd um hvernig það tengist þessu Iðnó balli, en það kemur eflaust í ljós síðar.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar