Tónleikarnir í gær voru hreinasta snilld - svona heildina á litið. Byrjuðu svaka vel en svo fór að draga af þeim. Ég held að ég sé búinn að fara að meðaltali einu sinni í viku í nokkra mánuði á tónleika - mjög gott mál :)
Nú verður hins vegar smá pása að öllum líkindum þar sem ég stefni á DK 23 des.
Maður er orðinn eitthvað andlaus í vinnunni þessa dagana - starir stundum út í tómið án þess að vita hvað maður er eða á að hugsa. Fríið verður kærkomið. Er að fara á stutta ráðstefnu á morgun í TOC - theory of constraints. Spennandi
|