Ususussusususussss .... Smjörhleifur hefur ekki bloggað síðan 3. des og eru það heilir 6 dagar síðan samkvæmt útreikningum mínum. Þetta gengur ekki og núna verður hann að fara að spýta í lófa og koma með langt og snjallt blogg.
Annars var helgin fín, keypti mér mögnuð, já mögnuð segi ég, jakkaföt á laugardaginn. Þau eru dökkblá flauelsjakkaföt með svona töff sniði, ekki þessu klassíska. Einnig keypti ég skó, bindi, skyrtu, peysu og bindi, og það er greinilegt að systir mín hefur eyðsluhvetjandi áhrif á mig. Hjölli keypti sér líka flauelsjakkaföt, og núna er bara spurning hvort Ánni fylgi ekki fordæmi okkar, og kaupi sér líka flauelsjakkaföt :-). Ægir litli var líka í góðu flippi og biður hann að heilsa lesendum þessa bloggs.
Síðan var flashback partíið hjá Ánna helvíti vel heppnað, og magnað að sjá hvað maður var ógeðslegur nörd fyrir 10 árum síðan. Merkilegt hvað maður naut samt mikillar kvennahylli á þessum árum því ég var smellandi kellingar hægri, vinstri á þessum árum meðan strákarnir voru á kafi í skák, námi og tölvum! Síðan var hlustað á magnaðar upptökur frá hinni rómuðu hljómsveit Del Credere og er það nú ekkert slor, og var ákveðið að skella lögum af fyrstu snældu okkar á mp3.com og bíða eftir að heimsfrægðin banki á dyr. Ánni var duglegur að blanda fyrir okkur görótta drykki enda var drykkjan orðin nokkuð góð og síðan var farið í bæinn, en ég entist nú ekki lengi þar. Fékk síðan næturgest sem var nokkuð fínt. Síðan var ég nokkuð sprækur bara á sunnudeginum, þ.e. spratt upp eins og stálfjöður kl. 18:30 og fór á klósettið og staulaðist síðan út í bíl og fór í heimsókn til Hjörleifs. Hann var í svipuðu ástandi og ég, og það var því bara eitt að gera, fara á pylsubarinn í Hafnarfirði og fjárfesta þar í sveittum borgara til að ná úr sér þynnkunni. Mér gekk síðan ekkert að sofna í nótt, lá andvaka og hugsaði um tilganginn með þessu jarðlífi og af hverju maður er að eyða peningum og tíma í svona vitleysu sem drykkja er. Ég og Hjölli vorum einmitt að ræða það í gær að kannski væri sniðugt að finna sér eitthvað annað áhugamál um helgar en að drekkja sjálfum sér í bjórglasi, en það verður líklegast komið annað hljóð í kútinn á næstu helgi ef ég þekki okkur rétt. Talandi um næstu helgi, þá förum við á tónleika með Sigur Rós á föstudaginn ... það verður gaman!
|