Jæja, helgin var bara nokkuð fín.  Það var djammað feitt bæði kvöldin, og farið á góða tónleika á laugardagskvöldið.  Steinlá reyndar til kl. 17 á laugardeginum, en þá spratt ég upp eins og stálfjöður og til í tuskið.  Ástæðan fyrir því að ég steinlá svona held ég að hafi verið drykkur á Grand Rokk sem heitir Miðnes og Freyr plataði okkur til að fá okkur, og ég er með kenningu að þetta hafi verið flugvélabensín í dulargerfi.  Á laugardagskvöldið fékk ég mér síðan aftur þennan drykk og steinlá til kl. 17 á sunnudaginn og spratt þá upp eins og stálfjöður og skellti mér í sund uppi á Kjalarnesi.  Ske og Apes voru að gera góða hluti um helgina, og voru Ske tónleikarnir algjör snilld!  
	 |