þriðjudagur, desember 17, 2002
|
Skrifa ummæli
Nú hefur verið í umræðunni undanfarna daga töluvert fjallað um virðisaukaskatt á bókum og geisladiskum. Það er í meginatriðum þannig að virðisaukinn á bókum er rúm 14%, en á diskum rúm 24%.

Þetta er ekki annað en bjánaskapur. Eru laga og textagerð svona miklu betri að það réttlæti hærri virðisauka?

Nú fylgja stundum bókum geisladiskar og þá er virðisaukinn 14%, en ef þetta væri skilgreint sem að bók fylgdi geisladisk þá er hann 24%. Nú fylgja textarnir oft með diskunum og væri þá ekki bara hægt að skilgreina diskinn þá frekar sem ljóðabók með geisladiski. Eða þurfa textarnir að vera í sér broti og geisladiskurinn í sér umslagi svo að þetta sé skilgreint sem bók.

Þetta er bara hreinn og klár bjánaskapur að vera með svona skattamismun. Og hananú!!!!!!!
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar