Jæja, menn eitthvað latir í blogginu? Pálmi farinn í dag og kemur ekki fyrr en eftir hádegi á morgun, þannig að það verður lítið um blogg hjá honum, nema kannski í kvöld.
Ég var eitthvað óvenju þreyttur í morgun og mætti ekki fyrr en kl. 10 í morgun, og ætla síðan að fara að stærðfræðast eftir vinnu, þ.e. þangað til United leikurinn byrjar í sjónvarpinu.
Hringdi í Orkuveituna í morgun og spyrja hvenær ég á von á manni frá þeim sem ég pantaði fyrir 1 1/2 mánuði síðan (og hef ekkert heyrt frá síðan) og þeir sjá engar beiðni frá mér í kerfinu, þannig að hún skráði nýja. Ástæðan fyrir þessu er sú að ég er að eyða helmingi meira rafmagni heldur en aðrar íbúðir í húsinu þrátt fyrir að vera ekki með frystikistu eða uppþvottavél (eins og gestir heima hafa glögglega séð) og nota sjaldan þvottavél og nánast aldrei eldavél og ofn. Fór í gær niður, eftir að hafa slökkt á öllu í íbúðinni, og skífan sem sýnir núverandi rafmagnsnotkun hreyfðist hraðar en flestar aðrar í húsinu, þannig að það er eitthvað dularfullt í gangi, og jafnvel lögreglumál!
Hvernig gengur mönnum annars að redda því sem þeir áttu að redda fyrir næstu helgi?
|