þriðjudagur, desember 03, 2002
|
Skrifa ummæli
Jæja, menn eitthvað latir í blogginu? Pálmi farinn í dag og kemur ekki fyrr en eftir hádegi á morgun, þannig að það verður lítið um blogg hjá honum, nema kannski í kvöld.
Ég var eitthvað óvenju þreyttur í morgun og mætti ekki fyrr en kl. 10 í morgun, og ætla síðan að fara að stærðfræðast eftir vinnu, þ.e. þangað til United leikurinn byrjar í sjónvarpinu.

Hringdi í Orkuveituna í morgun og spyrja hvenær ég á von á manni frá þeim sem ég pantaði fyrir 1 1/2 mánuði síðan (og hef ekkert heyrt frá síðan) og þeir sjá engar beiðni frá mér í kerfinu, þannig að hún skráði nýja. Ástæðan fyrir þessu er sú að ég er að eyða helmingi meira rafmagni heldur en aðrar íbúðir í húsinu þrátt fyrir að vera ekki með frystikistu eða uppþvottavél (eins og gestir heima hafa glögglega séð) og nota sjaldan þvottavél og nánast aldrei eldavél og ofn. Fór í gær niður, eftir að hafa slökkt á öllu í íbúðinni, og skífan sem sýnir núverandi rafmagnsnotkun hreyfðist hraðar en flestar aðrar í húsinu, þannig að það er eitthvað dularfullt í gangi, og jafnvel lögreglumál!

Hvernig gengur mönnum annars að redda því sem þeir áttu að redda fyrir næstu helgi?
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar