Sigurður vinnufélagi Jóa og Pálma mætti með FM hnakka í vinnuna um daginn og daginn eftir var hann horfinn (hnakkinn). Jói fór á stúfana og tók Sigurð í viðtal til að grennslast nánar um þetta dularfulla mál.
Hvað fór um huga þér þegar þú strunsaðir inn á hársnyrtistofu og baðst um FM hnakka?
Hárgreiðslukonan Guðlaug sagði: “Viltu ekki fá þér strípur Siggi?”, og Siggi sagði: “Hafðu þær ekki of miklar, því það er hálf glatað.”. Síðan labbaði ég út með FM hnakka.
Er þetta eitthvað sem þú hefur sóst lengi eftir, þ.e. að komast í FM hópinn?
Já, mig hefur alltaf langað til að vera í hópi fallega fólksins. En komst að því að sennilega á ég ekki heima þar.
Hvernig var þér um þegar þú sást útkomuna?
Mér fannst þetta svolítið wild og hefði verið nokkuð sáttur við útkomuna ef ég hefði verið rótari í hljómsveit.
Hlustaðir þú á FM á leiðinni til og frá hárgreiðslustofunni?
FM er í minninu í útvarpinu á bílnum, en það er ekki uppáhalds stöðin.
En þú svaraðir ekki spurningunni!
Ég man það ekki.
Hvernig tóku aðrir FM hnakkar þér með nýja hárið?
Ég hitti nú engan fyrir utan Jóhann Guðbjargarson sem er FM hnakki í anda, og hann og vinnufélagar mínir og hans, gerðu góðlátlegt grín af mér, og má þar nefna að Haukur kallaði mig Dúdda tísku.
Var þetta “góðlátlega grín” á vinnustaðnum þess valdandi að FM hnakkinn fékk að fjúka?
Ég get ekki sagt það, mér fannst ég hálf kjánalegur með þetta, en þó vill ég minna á að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Kveið þér fyrir að koma í vinnuna með nýja hárið þar sem margir eru stríðnir eins og Haukur og Pálmi?
Já, það var beygur í mér.
Hvernig tók fjölskylda þín þér, þ.m.t. konan þín og Mjalla köttur?
Kötturinn heitir reyndar Malla en kattarhelvítið sýndi nákvæmlega engin svipbrigði, það var eins og ég væri ekki til í hennar huga með eða án FM hnakkans. Konan lét sem ekkert væri í fyrstu, og lét sem henni þætti þetta flott, þar sem hún vildi sennilega ekki særa mig, en fljótlega fóru að renna á hana tvær grímur og hringdi í systur sína sem klippti mig. Guðlaug systir hennar bauð mér að koma daginn eftir og lita þetta úr mér, sem ég og gerði.
Fannst þér þú lenda utangátta í vinnunni eftir klippinguna?
Nei, ekkert meira en verið hefur.
Einhver ráð fyrir lesendur sem hafa hug á að taka hárið í gegn fyrir jólin?
Ég vill að menn leggi áherslu á að hóf best í öllu, þ.m.t. strípalíngum.
Hvernig finnst þér Slembibullsbloggsíðan annars?
Mér finnst að það mætti skipta henni niður í þá aðila sem að henni standa (Pálmi, Jói, Hjölli og Árni). Mér hefur sýnst Jóhann vera full yfirborðskenndur. Pálmi er einlægnin uppmáluð og það er gaman að fylgjast með lífi hans, og taka þátt í uppeldi dætra hans. Mér hefur fundist Ánni vera þokkalega einlægur, en mér hefur ekki þótt Hjörleifur sýna nógu mikinn lit á vefnum undanfarið. Annars er ég ánægður með framtakið og vona að menn vaxi og dafni í blogginu með tímanum.
Eitthvað að lokum?
Mér finnst þetta viðtal vera gert í þeim tilgangi að gera grín að viðmælandanum og bera vott um hve spyrjandi er andlega geldur og lokaður persónuleiki, sem ætti frekar að eyða tíma sínum í uppbyggilegt blogg og sögum og fréttum af sér og sínum nánustu. Einnig vill ég gera mér að umtalsefni hversu lítinn áhuga og metnað Jóhann hefur í því að setja sig inn í almenn þjóðfélagsmál, sem og heimsmálin, og leifi ég mér að efast um að hann geti talið upp 5 síðustu forseta Bandaríkjanna, né að hann geti sagt af hverju fullveldisdagurinn 1. desember er haldinn hátíðlegur ár hvert á Íslandi.