Erfið helgi - erfiður dagur.
Ég vaknaði klukkan 11 á sunnudeginum og fór út - kom heim um hádegi með sveittan kenny - góður var hann.
Sat síðan heima og hugsaði með mér hvert ég væri að stefna í lífinu - greinilega ekki langt. Sofnaði síðan ekki fyrr en um 2 í nótt og það þýddi bara erfiður morgunn.
Ofkeyrsla er eina sem ég get sagt um sjálfan mig þessa dagana, keyrt út í vinnu, keyrt út um helgar. Já hvar endar þessi ósköp.
Ég eyði mestum tíma að leita af einhverju, hvað það er hef ég ekki hugmynd, en ég held áfram að leita.
|