Gleðileg jól.
Alltaf good að vera mættur aftur í work.
Var að lesa eina magnaða bók "Óvinurinn". Sönn saga um mann sem drap foreldra sína, konuna sína og krakkana sína (2) og var haldinn sjúklegri lygaþráhyggju. T.d. blöffaði hann sig í gegnum læknanám og það að hafa fengið starf á Alþjóða Heilbrigðismálastofnuninni í Genf, en raunin var sú að hann var atvinnulaus og þetta gekk í 18 ár. Árið 1993 var hann svo dæmdur í 22 ára fangelsi og losnar því út 61 árs.
Mæli með þessari bók.
|