Jamm, fín helgi að baki þar sem farið var á jólahlaðborð bæði á Sommeliner og Perluna, og þó að Sommeliner hafi verið fínn, þá var Perlan í klassa fyrir ofan. Kóngasveppasósan var mögnuð, og ég held ég hafi bara aldrei smakkað svona góða sósu á ævinni.
Síðan fer ég á þorláksmessutónleika Bubba í kvöld og þarf líka að troða þrifum á íbúðinni inn í planið, er reyndar eitthvað byrjaður að þrífa og t.d. búinn að vaska upp, og það er nú afrek útaf fyrir sig, eins og þeir vita sem komu heim um helgina. Annars er ég búinn að kaupa allar jólagjafir og þessi þrif eru það eina sem ég á eftir að gera, fyrir utan að pakka inn gjöfunum. Jæja, þá er þetta innihaldsrýra blogg á enda ... bless!
|