Já þetta er frekar skrýtið að hugsa til þess að hún sé dáinn. Svona geta umferðin verið hættuleg.
Annars er ég að hlusta á Johnny Cash - American III þar sem hann tekur lög eftir sjálfan sig og aðra. M.a. tekur hann Mercy Seat e. Nick Cave, einnig One eftir U2 ofl. minna þekkt lög.
Cash hefur gefið út 4 American plötur með tökulögum og á nýjustu plötunni tekur hann lagið Hurt e. NIN. Magnaður kappi þarna á ferðinni.
Annars hef ég verið að hlusta á Sigurrós, hlustaði á Ske um daginn og upplifði tónleikana upp á nýtt. Er líka með Gling Gló á borðinu hjá mér - ljúft í vinnunni þar sem ég hlusta mest í gegnum hátalara.
Var einnig að hlusta á Motorlab #1 og #2 - mjög sérstakir diskar, ambient tilraunadæmi með grúppum eins og Múm+sjón, Curver, Stilluppsteypa ofl. Verk range frá 3 mín upp í 25 mín.
Annars er hægt að segja að jólastressið er komið hér á bæ (Delta bæ) þar sem 12 mán. uppgjör liggur fyrir. Framleiðslan er í toppgír og þjónustudeildir eru að dröslast með kvartandi og kveinandi yfir álagi. Hahhh álag is my middle name :)
|