Jæja, núna er ég búinn að fá mér jólaklippinguna og fer því að vera tilbúinn fyrir jólin, nema að ég á eftir að þrífa alla íbúðina og kaupa jólagjafir. Var hjá sytur minni í klippingu til kl. 23:30 í gærkvöldi og horfði þar líka á sjónvarpið og lék aðeins við Ægir litla. Á föstudaginn og laugardaginn fer ég síðan á jólahlaðborð á Sommeliner (föstudagur) og í Perlunni (laugardagur). Síðan eru þorláksmessutónleikar Bubba sem við Hjölli ætlum á, og ég verð helst að troða stærðfræðilærdóm inn í jólaprógrammið því prófið er víst 3ja janúar :-(.
|