Best að blogga svona rétt áður en ég strauja vélina mína í annað skipti í þessum mánuði. Serial númerið sem ég notaði með Windows XP disknum í síðustu uppfærslu virkaði ekki, þannig að ég þarf að setja helvítis tíkina upp aftur.
Annars var ég í einhverju rugli í gærkvöldi. Kom heim úr vinnunni, borðaði eitthvað smáræðis af einhverju drasli, og skreið síðan upp í rúm og var þar allt kvöldið (horfandi á sjónvarpið). Hvað segir það okkur? Horfði reyndar á mjög góða mynd á bíórásinni sem heitir Biloxi Blues og fjallar hún um nokkra pilta í æfingabúðum bandaríska hersins í seinni heimstyrjöldinni. Mjög mannleg og skemmtileg mynd og mjög áhrifarík lokaorðin í myndinni ... ef ég væri ekki svona harður nagli þá hefðu jafnvel tárin brotist fram í augunum.
|