Annars gerðist skrítinn hlutur á Grandaranum á laugardagsnóttina. Það gekk að okkur strákunum (mér, Hjölla, Gudda og Ánna), þar sem við sátum í mestu makindum og sötruðum bjór, dyravörður og bað okkur um skilríki sem við þurftum allir að sýna. Hann sagði reyndar að það væri nóg að sjá kreditkort, því þá værum við orðnir nógu gamlir og hann varð skrítinn í framan þegar Guddi opnaði veskið sitt og þar voru 27 kort. Ég veit að við erum unglegir en er þetta ekki orðið of langt gengið? Grandarinn missti við þetta eina stjörnu og er því kominn með einkunnina -1 stjarna.
|