Mary Hansen, gítarleikari og söngkona í hljómsveitinni Stereolab, lést í reiðhjólaslysi á mánudaginn. Hansen var 36 ára gömul og hafði verið í Stereolab í 10 ár.
"Við erum harmi slegin yfir fráfalli vinkonu okkar," segir í fréttatilkynningu sem eftirlifandi félagar hennar úr Stereolab sendu breskum fjölmiðlum. "Mary var einstök manneskja og við sendum fjölskyldu hennar og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur."
Stereolab hefur verið í hópi tilraunaglöðustu og áhrifamestu hljómsveitar Bretlands síðasta áratuginn. Einir síðustu tónleikar sem Hansen kom fram á með hljómsveit sinni voru á Íslandi en Stereolab lék á tvennum tónleikum á Grandrokk í lok októbermánaðar.
Þetta er skrítið, nýbúinn að vera á tónleikum með henni og spjallaði þar aðeins við hana og tók myndir af henni. Þetta fær mann til að hugsa um það hvað lífið getur endað skyndilega.
|