sunnudagur, desember 01, 2002
|
Skrifa ummæli
Gærkvöldið var helvíti fínt, eftir að þynnka ársins var farin, en það tók ca 2 bjóra.

1. Tónleikar með SKE í Austurbæjarbíói. Einar Sæbjörnsson hitaði upp og var bara skemmtilega frumlegur í myndbandasýningum og bara ágætis söngvari. Svo kom að SKE steig á stokk og var ekki hægt annað en að skemmta sér stórkostlega. Guðmundur Steingrímsson fór á kostum í hlutverki T-Rex, einnig var saga hljómsveitarinnar rakin svona lauslega og svo var ekki annað hægt en að segja að Julietta II fékk alveg nýja vídd þegar okkur var sagt um hvað textinn fjallaði, þ.e. það er ást að kissa rass og nú hljómar þetta daglega í auglýsingum.

2. Tónleikar með The Apes. Magnaðir tónleikar. Mínus hitaði upp og voru ágætir, en sá þá aðeins rétt í lokin. Amanda Kleinman er helvíti magnaður hljómborðsleikari og sérstaklega tilþrifamikil í á sviðinu. Paul söngvari hefur einnig ótrúlega orkumikla sviðsframkomu og var hann bókstaflega á fullu allan tímann.

Í dag hringdi ég í Paul upp á hótelið og ákváðum við að hittast bara niðrá Grand Rokk þar sem ég keypti svo diskinn, þ.e. The Fugue in the Fog. Nú er ég búinn að hlusta einu sinni á diskinn og er hann bara helv. fínn.

Í dag er ég ekkert þunnur og bara í góðum fíling
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar