Já, Sigur Rós voru fínir á föstudaginn og Hjölli var mjög skrítinn svo vægt sé til orða tekið. Byrjaði á háa C-inu þegar við hittum hann klukkutíma fyrir tónleika og hélt því út allt kvöldið. Samkjaftaði ekki um vinnuna sína og lenti næstum því í slagsmálum á þessum rólegu tónleikum, en nóg um það. Á laugardaginn slappaði ég síðan bara af og náði að læra aðeins á sunnudaginn.
Góð fótboltahelgi, Liverpool, Chelsea og Arsenill töpuðu stigum og United náði 3 stigum.
|