miðvikudagur, desember 11, 2002
|
Skrifa ummæli
Það er alveg magnað hvað tæknin er komin langt í læknisfræði og öðrum málum sem snúa að því að gera fólk fullkomnara. Maður verður hálf ringlaður þegar maður hugsar til þess hvert þetta stefnir og hvernig hlutirnir verði eftir c.a. 500 - 1000 ár, ef það verður þá eitthvað eftir af þessum hnetti. Ég held að þessi tækni leiði bara af sér óhamingju og volæði þegar til lengri tíma er liðið, og það er ein ástæðan fyrir því að ég hætti hjá deCode á sýnum tíma :-). Eins fannst mér magnað að heyra einhvern framtíðarspeking í einhverjum BBC þætti um alheiminn segja að flestir haldi að mannkynið sé á síðustu metrunum, en hann telji að við séum á þröskuldi þess að fara að gera aðrar plánetur að heimkynnum okkar sem mun síðan breiðast út næstu árþúsundin lengra og lengra út í himingeiminn, og séum því að taka fyrstu skrefin í því sem koma skal. Þetta eru skemmtilegar pælingar og erfitt að gera sér í hugarlund hvar þetta endar allt, og spurning hvort við værum ekki bara hamingjusamari upp í trjám, þar sem einu áhyggjurnar eru að finna sér mat, ríða og passa sig að detta ekki niður. Þegar maður hugsar um það, þá hefur kannski ekki mikið breyst hvað þetta varðar!

Úr visir.is:
Vísindamönnum hefur nú tekist að rækta nær fullmótaðar tennur. Vísindamennirnir vonast til þess að í framtíðinni verði þannig hægt að endurnýja ónýtar tennur í fólki. Dr. Pamela Yelick segir að í framtíðinni verði jafnvel hægt að rækta tennur í ákveðinni stærð og af ákveðinni lögun. Hins vegar gæti það tekið fimm til fimmtán ár að fullkomna tæknina við slíka ræktun.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar