laugardagur, desember 14, 2002
|
Skrifa ummæli
Fór á Sigurrósartónleikana í gær með strákunum - það var alveg ágætt. Engin spurning um að þarna eru miklir listamenn, flott tónlist sem að mínu mati á mest heima í græjunum heima. En veit ég að Jóhann sem er mikill aðdáandi var mjög hrifinn af þessum tónleikum og skil ég það vel.
Hjölli fór á kostum í gær og hætti ekki að tala, það var sussað á hann á tónleikunum og minnstu mátti muna að Hjölli mundi rjúka í gaurana og berja þá, amk starði hann þá til þagnar með sínu psycho looki.
Eftir tónleikana var ég mjög þreyttur og vildi helst heim að sofa - EE dró mig niður á Grand Rokk í einn bjór og sagði ég o.k. en benti henni á að Hjölli og Jói væru sennilega þarna inni af gömlum vana (ég var búinn að segja að ég ætlaði heim við þá) og viti menn hverjir voru þar!!!
Engin sæti voru þarna og því var haldið heim á leið og þar var horft á einn DVD þátt af Simpsons sem ég fékk í afmælisgjöf frá strákunum.
Vaknaði seint og er búinn að horfa á fótbolta í allan dag - alltaf ljúft...

Stefni á rólegt kvöld með video og góðan mat..
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar