þriðjudagur, desember 13, 2005
|
Skrifa ummæli
Lest eða ekki lest - það er spurningin
Ég er núna að flokka myndir frá Austurlanda hraðlestinni í sumar frá Moskvu til Peking, og það vekur upp minningar.
Þessi lestarferð tók að mig minnir 2 vikur með stoppum og var reyndar oft stoppað í 30-60 mínútur á minni stöðum og síðan var lengra stopp í Irkutsk í Síberíu og í Ulaan Baatar í Mongólíu.
Það sem mér þykir magnað við þessa lestarferð (það er reyndar margt magnað við hana en mig langar að nefna eitt atriði) er að maður hafði kannski ekkert rosalega mikið að gera í lestinni allan þennan tíma en manni leiddist aldrei og ég heyrði fleiri furða sig á því. Maður fer einhvernvegin í annan gír þegar maður er í svona lest og slakast einhvernvegin niður. Það að vita að maður sé bara í þessum vagni næstu 3 sólarhringana og ekkert annað plan í gangi fær mann til að róast einhvernvegin niður. Maður spilaði kannski við fólkið sem við vorum með spil í svona 2 tíma, las bók í 3 tíma, stóð við gluggann og horfði á smábæi og landslag líða hjá í aðra tvo tíma, fékk sér síðan snarl, spjallaði við einhvern í einhvern tíma, fékk sér mat í matarvagninum seinnipartinn og vodka að drekka með hópnum um kvöldið o.s.frv. Þetta var ansi þægilegur tími og maður fékk mikinn tíma til að hugsa og slaka á. Ég hefði ekki trúað því fyrir lestarferðina að þetta yrði jafn skemmtileg lífsreynsla og þetta í raun var, og ég mun setja inn myndir úr ferðinni næstu vikurnar því við verðum að fara að ganga frá þessu og snúa okkur að öðru.

Ég a.m.k. mæli með ferð eins og þessari fyrir þá sem vilja slaka á, prófa eitthvað nýtt og finna sjálfan sig ;-)

Good times!

Þar sem bloggið er svo rólegt þessa dagana ætla ég að vera svo djarfur að setja hérna nokkrar myndir úr lestarferðinni sem ég held að sýni lífið svona ágætlega þessa dagana (vonandi verður Bjarni frændi ekki brjálaður):



Hópurinn í mat í matarvagninum


Ungur heimsmaður situr og horfir á landslagið fjara framhjá.


Fallegur sveitabær við vatn í kvöldsólinni.


Þessir Rússar komu í klefann okkar og báðu sérstaklega um að ég kæmi í klefann þeirra. Ég hélt að þeir ætluðu annaðhvort að ræna mér eða berja mig en lét til leiðast og það endaði í frábæru vodkafylleríi með þeim.


Borg í Síberíu.


Fararstjórinn okkar hét Paul og var vægast sagt frábær náungi, hefðum ekki getað hugsað okkur betri leiðsögumann. Bæði var hann hress og skemmtilegur og kenndi okkur einnig mikið um það hvernig á að ferðast. Hérna er hann að kenna hópnum einhver leik á landamærastöðinni úr Síberíu yfir í Mongólíu.


Hérna eru Paul að gefa ungum betlara allar flöskur sem hann fann í klefunum okkar.


Nánast hvert kvöld safnaðist hópurinn saman í einhvern klefa og var spjallað og drukkið dry vodka.


Landslagið fjarar rólega í burtu.


Sléttur Mongólíu.


Gobi eyðimörkin.


Hérna eru ég og Sara að spila kana ef ég man rétt. Hún og Adrian maðurinn hennar eru miklir ferðalangar og komu m.a.s. til Íslands í janúar fyrir nokkrum árum og fóru eitthvað um landið. Hún hefur unnið mikið hjá Evrópusambandinu og þau búa núna í Birmingham.


Skál!
    
Þetta er ágætasta blogg hjá þér Jóhann og í góðu lagi að smella inn einu o einu myndabloggi. Af hverju getur þú farið á vodkafyllerí með öðrum en ekki mér og Hjölla :)
22:47   Blogger Árni Hr. 

Af því að þegar ég er í Rússlandi/Síberíu drekk ég vodka, í Bretlandi og Þýskalandi drekk ég Bjór og í Frakklandi drekk ég rauðvín. Á Íslandi drekk ég bara vatn!
22:49   Blogger Joi 

Það væri gaman að skreppa með þér til Grikklands og drekka með þér Uzo og sjá hvort að það gangi eitthvað betur þar en á Mallorca.
00:10   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar