Bók
Við Sonja bjuggum til bók fyrir jólin og gáfum hana út í gegnum Lulu og er hún í sölu þar og einnig á Amazon, ISBN-1-4116-6286-5 (það tekur víst 3 vikur fyrir Amazon að fá inn á síðuna umsögn um bókina og mynd af forsíðu og baksíðu). Við gáfum fjölskyldum okkar og nokkrum útvöldum þessa bók í jólagjöf og vakti hún mikla lukku og ætlum við að panta nokkrar bækur í viðbót á næstunni fyrir þá sem hafa pantað eintak hjá okkur :-) Þessi bók er um 14x22cm á stærð og með um 160 síður allar í lit og eru þetta myndir úr ferðalagi okkar um Austur Evrópu. Við notuðumst við umbrotsforitið InDesign til þess að búa til bókina og hún er prentuð hjá Lulu og kostar eintakið um 40 dollara sem er um 2500 kall fyrir utan sendingakostnað. Hérna er hægt að sjá nokkrar síður úr bókinni og hérna er Lulu síðan fyrir bókina.
|