DAM
Ert þú einn af þeim sem safnar upp myndum og ert í vandræðum með að skipuleggja, flokka og taka afrit af þessum myndum? Ég fékk þessa bók frá Amazon í fyrradag og er búin að lesa um helminginn af henni og verð ég að segja að þessi bók er ansi fróðleg og gagnleg ef maður er að spá í að taka þessa hluti í gegn. Höfundurinn er einn sá fremsti í svona DAM (Digital Asset Management) pælingum í heiminum og sá sem kom þessum umræðum af stað fyrir nokkrum árum síðan. Persónulega er ég með mitt kerfi á þessu og það er bara engan vegin nógu gott og ég hef verið í vandræðum með að flokka og taka backup ... held að þessi bók geti hjálpað mikið.
|