Þá eru Xmas tónleikarnir búnir og heppnuðust svona áægtlega, en vantaði þó einhvern frumleika þarna inní. Flest böndin voru bara að spila 2 lög + jólalagið og gerðu það svosem ágætlega, en samt var eins og eitthvað væri að vanta. Það var t.d. voðalega lítill húmor í þessu þar til að hljómsveitin Rass steig á svið og flutti "litli trommuleikarinn". Óttar Propé söng það lag með sínu lagi eins og sagt er og heppnaðist mjög vel. Bootlegs voru líka fínir og áttu mjög viðeigandi jólalag, en þeirra lag passaði vel inn í tónlistarstefnu þeirra og tóku mjög þungt jólalag þar sem að "sungið" var "jól" aftur og aftur eins og það væri að koma út úr djöflinum sjálfum. Dr. Spock voru svo að mínu mati bestir, en sviðsframkoma þeirra var óborganleg og mætti þar Óttar Propé í Jólasveinabúningi og gítarleikarinn spilaði á hlébarðanærbrókum einum fata. Að sjálfsögðu voru gulu hanskarnir ekki langt undan, en þeim var dreift til áhorfenda og jafnframt gáfu þeir heitustu aðdáendum sínum geisladiska við mikinn fögnuð (ég fékk ekki disk).
Kvöldið endaði á Brain Police og verð eiginlega að segja að ég varð fyrir smá vonbrigðum þar, en þeir voru frekar ófrumlegir og spiluðu gamalt efni og ekki bætti úr skák að magnari bilaði svo að bassinn datt úr sambandi og þetta tafði og maður datt eiginlega úr sambandi sjálfur við þetta.
En svona í heildina litið var þetta skemmtilegt kvöld og gaman að sjá svona margar íslenskar hljómsveitir á stuttum tíma og stóðu þær sig í rauninni allar vel, en þær gáfu vinnu sína í þetta, en allur ágóði af tónleikunum mun renna til
Foreldrahúss.
Það sem að skyggði á þessa tónleika var kynnirinn (stundum kynnarnir). En þeir hafa eitthvað misskilið þetta með heitið á tónleikunum og héldu greinilega að þetta væri tækifæri fyrir þá til að masa og masa og masa út í eitt. Vægast sagt voru þeir svo hræðileigir og óhugnalega leiðinlegir (þó aðallega einn strákur, en hann var aðalkynnirinn) að ég hef bara aldrei kynnst öðru eins nokkru sinni á neinum viðburði sem ég hef farið á alla mínia lífstíð og mun vonandi aldrei sjá neitt jafn slæmt og þetta í kynningu aftur.
En þessi strákur hélt að hann væri mjög findinn, en ekki einasti kjaftur í salnum gat með nokkru móti brosað af því sem hann sagði og eflaust hafa fleyri en ég vonað það að hann myndi hætta þessu. Ég gæti eflaust haldið svona áfram mjög lengi, en ég nenni því ekki, því það hefur ekkert upp á sig nema pirring.
Ætla ég samt að vona að hann lesi bloggið okkar svo að hann geri þetta aldrei aftur.
Eitt sem er skrítið við þessa tónleika, en það er skipulagið. Þetta virðist vera frekar illa auglýst og fyrir vikið mæta fáir og þetta verður ekki eins gaman. Þetta var svona líka fyrir 2 árum og þar áður, en þegar við fórum í Austurbæ þá var uppselt og mun meira lagt upp úr þessu heldur en nú. Svo er líka svolitíð skrítið að vera að styrkja samtök eins og Foreldrahús á stað þar sem hvatt er til drykkju í miðri viku, en kynnirinn minntist ósjaldan á að fólk ætti að fá sér gin og tonic. Ég veit ekki hvað málið er, en spurning hvort að Foreldrahús ætti ekki bara að sjá um þessa tónleika sjálft og gætu þau eflaust fengið mun meiri pening inn fyrir vikið.
Jæja, ég er farinn út í Kringlu að kaupa Jólagjafir.