miðvikudagur, desember 14, 2005
|
Skrifa ummæli
Fótboltaferð
Jæja þá er það loksins orðið að veruleika, THS stefnir á fyrstu fótboltaferð sína í janúar: 19-23 janúar.
Dagskráin er þannig:
flug út 19 janúar 16:30, lending 19:30
Farið verður á hótelið og losað sig við töskur, síðan verður haldið á hótelbarinn og fengið sér einn gráann og svo late dinner and dancing.. Hótelið heitir Novotel Euston og er í London midtown.

Föstudagur er frjáls dagur - farið verður um London og kirkjur heimsóttar ásamt Soho, mögulega kíkja menn við á Leicester Square og mun ÁHH athuga hvort einhverjir góðir tónleikar eru á föstudeginum sem við getum jafnvel kíkt á, þ.e. þeir sem hafa áhuga.

Laugardagur - þá er leikur Tottenham og Aston Villa í Norður Lundúnum og munum við þá allir geta keypt Edgar Davids bolinn fræga. Eftir leik verður haldið norður til Manchester með lest á business class þar sem þar er frítt að drekka og er líklegt að við verðum þyrstir eftir sönginn á white harte lane - sigursönginn. Um kvöldið verður svo töskum hent á hótelið - Premier Travel Inn Gmex - og haldið út á lífið á late dinner and dancing.

Sunnudagur rennur upp og allir ferskir því þá erum við á leið á Old Trafford ásamt 67.511 manns að sjá Man Utd og liverpool gera 0-0 jafntefli. Að minnsta kosti sjáum við Shrek og Asnann spila í framlínunni og sennilega himnalengjuna hjá púlverjunum. Hvernig sem þessi leikur fer þá verður einhver sem syngur og trallar í leikslok en eftir leik verður haldið í dinner og dancing.

Mánudagur - ekki verður flogið heim fyrr en um 21.00 og lending því ekki fyrr en 23.59 í Keflavík. Á mánudegi munu menn safna kröftum og þurfa að koma sér út á flugvöll sem gæti tekið dágóðan tíma, fer jú eftir hvaðan verður flogið heim.

More details will follow....

Þessi herlegheit kosta ekki meira en:
verð: 84.500 kr. á mann
innifalið: flug, skattar, gisting í 4 nætur (2 í London og 2 í Manch.), miðar á báða leikina
    
Minni ykkur á að senda mér kennitölu sem allra fyrst svo ég geti gengið frá þessu.
17:21   Blogger Árni Hr. 

Jeeeeee bitz!!!
22:44   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar