fimmtudagur, desember 08, 2005
|
Skrifa ummæli
Selja
Ég er búinn að semja við 3 stock agency sem selja myndir í blöð, tímarit, bækur o.flr. um að selja myndirnar mínar. NordicPhotos hefur fengið slatta af myndunum mínum og ég var að klára að setja inn lýsingu á myndunum mínum hjá þeim fyrir viku síðan. Í gær sendi ég Henry Westheim myndir frá Asíu en hann sérhæfir sig í myndum þaðan og síðan var í gær að detta inn myndir hjá Alamy sem ég sendi þangað en það er breskt fyrirtæki sem er með mjög marga góða ljósmyndara á sínum snærum. Nú er bara að vona að maður selji eitthvað (reyndar þarf ég að vera duglegur næstu mánuðina að senda inn myndir því það eykur líkurnar á sölu).

Alamy í bretlandi
NordicPhotos á Íslandi
Henry Westheim Photography í Asíu

Síðasta sunnudag tókum við Sonja að okkur okkar fyrsta verkefni í ljósmyndun fyrir aðila sem er að vinna fyrir bar hér í borg og við tókum fyrir hann myndir af Sushi á staðnum til að nota í bæklinga og auglýsingar.
    
Tja - ég ætla nú að halda ljósmynduninni sem áhugamáli en það er í góðu lagi að fá smá pening upp í tækjakaup.
10:53   Blogger Joi 

Ég reikna með að okkur verði nú boðið á sushi staðinn í mat til að skoða matseðilinn.. :)
13:39   Blogger Árni Hr. 

Já, það væri kannski ágæt hugmynd að fara einhverntíman saman í Sushi og skoða matseðilinn.
13:41   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar