miðvikudagur, desember 21, 2005
|
Skrifa ummæli
Tore Kong
Við fórum nokkur saman á King Kong í lúxussal í Bíóhöllinni Álfabakka á sunnudaginn. Ég, Sonja og Jóhanna lentum í því að þurfa að sitja á fremstu röð og þurfti maður að horfa ansi mikið upp á við og var aðeins of nálagt tjaldinu en það reddaðist þó.
Myndin sjálf er um 3 tímar og að mínu mati fannst mér hún aðeins of löng og nokkrir hlutar sem maður hefði viljað fjarlægja úr myndinni. Maður vissi að sjálfsögðu hvernig söguþráðurinn af myndinni er í stórum dráttum og það fannst mér skemma fyrir myndinni, veit ekki hvort menn í Hollywood ættu að leggja svona mikla áherslu á að endurgera myndir, ég er a.m.k. ekki alveg að fíla það. Myndin var ágæt en ég held ég hafi búist við aðeins meiru en ég samt veit það ekki alveg. Tölvugrafíkin var oftast fín en í 2-3 atriðum í myndinni var hún alveg hræðileg og ótrúlegt að menn láti svona atriði inn í svona dýra mynd. Eins þótti mér aðeins og langsótt sumt í myndinni en ætla ekkert að fara nánar út í það til þess að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að sjá hana. Sonja segir reyndar að þetta sé bara bíó og ævintýri og maður eigi að taka þessu sem slíku og ekki vera að láta svona hluti fara í taugarnar á sér og það er líklegast rétt hjá henni.
Annars fannst mér Jack Black passa vel í hlutverk sitt í myndinni sem leikstjórinn og fannst mér hann standa upp úr í svona rúmlega meðalmynd.
    
Þetta er eins og talað úr mínum munni, ég og EE áttum í samskonar samræðum heima um Kongarann, ég er sagði einmitt við hana að þetta væri 3 stjörnu mynd (af 5). Sömu rök hjá mér líka..
12:21   Blogger Árni Hr. 

Já þetta var einmitt svona 3 stjörnu mynd. Mér fanst hún samt ekkert neitt vera of löng og leiddist mér ekkert á henni þótt hún hafi verið 3 tímar, en það var náttúrulega þarna hluti af myndinni sem var ekki í þeirri gömlu og því atriði hefði alveg mátt sleppa, enda var tölvugrafíkin þar of augljós og kom sögunni eiginlega ekkert við (sem og nokkur bílaatriði). En Kong sjálfur var samt mjög vel gerður og hef ekkert út á hann að setja.
Er alveg sammála að myndin hafi því verið of löng vegna þessa (Ragnar Reykás er að skrifa núna). Myndin hefði eflaust verið 4-5 stjörnu mynd ef það væri klipptur af henni klukkutími.
14:23   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar