föstudagur, desember 16, 2005
|
Skrifa ummæli
Blogg og leiðindi
Var að lesa gamalt blogg, þ.e. júlí fyrir 2 árum að ég held, mikið djöfulli erum við orðnir leiðinlegir miðað við bloggin sem voru að fjúka þá.
Spurning hvort þetta sé að deyja hjá okkur, sögurnar verða færri og staðreyndirnar fleirri en það er einmitt eitthvað sem getur drepið góða bloggsíðu.
Ég er nú sko ekki barnanna bestur, hef verið að skoða hvað ég hef skrifað í gamla daga og er hægt að segja að maður hafi nú verið aðeins frjóari á þeim tíma. Er maður orðinn andlaus og búinn á því eða er maður í tímabundnu fríi frá þessu eða hvað er að gerast.
Ég veit að þessir þyngstu og erfiðu mánuðir eru kannski ekki að gera gott fyrir mig, en ég á nú ekki að hafa misst mínar skoðanir Þrátt fyrir töluvert andleysi.

Rétt til að slútta af með einni sögu þá gerðum við EE hund okkar þann óleik að klæða hann upp í jólabúning, ég get nú ekki sagt að hann hafi verið sáttur, þess á milli að hann horfði á okkur sár eða fúll þá reyndi han að naga af sér fatnaðinn. En nokkrar myndir náðust og nokkur kátína meðal viðstaddra, sem var nú bara ég og EE. Ég mun reyna að henda þessari mynd inn á bloggið við tækifæri.

Í dag var líka litlu jólin í vinnunni og hefur maður nú ekki vaxið upp úr því að fá pakka, maður var eins og krakki í dótabúð að bíða og ýta á fólk að drífa sig að opna pakkana - hvað er þetta með að allir verða að horfa á, á meðan maður opnar pakkana. Þolinmæði er greinilega ekki alveg að gera sig hjá mér - ég hefði getað klárað litlu jólin af á 15 mín sennilega í stað 1 klst.

Minnir mig alltaf á Sigga Jóns þegar við vorum hjá Gulla í söng í Engidalsskóla, en við vorum að syngja saman lag (undirritaður sennilega bara lipp syncað) og allir góluðu hátt og snjallt nema í miðju lagi hætti Siggi að syngja.
Gulli spyr: Af hverju syngur þú ekki Sigurður?
Siggi segir: Ég er búinn með lagið...

já good times....
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar