Jóla jóla
Þá eru jólin að nálgast og jólaskapið svona rétt að byrja að síast inn. Er nú þegar búinn að kaupa 3 jólagjafir. Eins og allir vita þá eru jólin til að halda upp á það að tröllin úr fjöllunum koma til byggða og gefa nammi. Í daglegu tali nefnast þessi tröll "Jólasveinar". Þetta hljómar kanski doldið skringilega en svona er þetta bara. Þau tröll sem ekki gefa nammi, þau eru vond og á að forðast þau. Einnig á víst að vera til fyrirbærið Jólaköttur, sem borðar þá sem ekki fá einhverja flík í jólagjöf. Hef ég aldrei séð þennan jólakött og held að hann sé bara einhver þjóðsaga, enda hefur það aldrei komið í fréttum að einhver köttur hafi borðað mann hér á landi. Auk þess hef ég ekkert alltaf fengið flík í jólagjöf og ég lifi enn.
|