laugardagur, desember 03, 2005
|
Skrifa ummæli
Flugferð
Í gær var ég að fljúga heim frá DK, ég tók flug klukkan 20.10. Vélin var hálftóm og lenti ég í röð 23 sæti C. Síðan beið ég í smá stund og var einn og vonaðist til að ég yrði einn í þeirri röð. En nei, rétt fyrir flugtak birtist stúlka á sama aldir og ég (71 módel að mig minnir) og byrjuðum við að spjalla.
Nú ég komst að því að hún væri Hafnfirðingur enda fannst mér ég kannast við andlit hennar, hún var hjúkka á leið til Grænlands til að vinna í stuttan tíma, kærasti hennar var á hundasleðadæmi í norður grænlandi osfrv. Allt gott með það, en twistið er að þegar við vorum búin að vera að fljúga í ca. 2,5 klst og ég var að tala við hana allan tímann nánast (50/50 skiptingin á því hver talaði) þá segir allt í einu kona hinum megin við ganginn mjög frekjulega:
Kona: Getur þú lækkað róminn!!!
ÁHH: Nú er ég búinn að vera trufla þig?
Kona: Já í 3 klst
ÁHH: Þú hefðir kannski átt að nefna þetta fyrr, ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég væri að trufla þig!
Kona: hrmpfff

Eftir þetta lækkaði ég að sjálfsögðu róminn, en ég tek þó fram að ég var ekki að tala hátt og finnst mér ótrúlegt hvað fólk getur verið frekt og dónalegt. Ef hún hefði sagt við mig strax í byrjun að lækka róminn þá hefði það verið lítið mál.

Ég segi bara eins og hún hrmpfff
    
Var þetta ekki bara miðaldra kelling úr vesturbænum (svona eins og Jón Gnarr leikur þær), en þær fara reglulega í æfingabúðir til að halda nöldrinu við.
16:18   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar