fimmtudagur, desember 29, 2005
|
Skrifa ummæli
Bækur
Ég er alltaf að reyna að lesa fleiri bækur og nú hef ég náð að klára 3 bækur í desember, þó eru nú 2 hálfgerðar svindlbækur - en bækur þó.
Las Eftirmál eftir Njörð P. Njarðvík og son hans, sú bók var hreint út sagt mögnuð saga af manni fastur í klóm fíknar.
Svo las ég nýjustu bók Hugleiks, en það tók ekki langan tíma - skemmtileg bók, svartur húmór þar.
Að lokum "las" ég nýjustu bókina hans Jóhanns, tók ekki langan tíma þar sem textinn var nú kannski ekki í aðalmálið.

En þetta þýðir amk að ég er á góðu róli þessa dagana :)

Sá seinni þáttinn um Bob Dylan í sjónvarpinu í kvöld - hann er merkilegur og erfiður kappi, snillingur á sínu sviði en nokkuð erfiður. Þetta var mjög skemmtilegur þáttur og hefði ég viljað sjá fyrri þáttinn.

Annars tekur við löng helgi þar sem ég ætla að vera í fríi á föstudag og mánudag.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar