miðvikudagur, desember 14, 2005
|
Skrifa ummæli
Þegar ég var laminn - The End?
Ég fékk bréf inn um lúguna í gær, sem gerði mig frekar fúlan, en þó var ég eiginlega bara meira sár yfir þessu og margar leiðinlegar minningar komu upp aftur. Í framhaldi af þessu þá skrifaði ég bréf til Orator, en það er félag lögfræðinema og veita þeir ókeipis lögfræðiráðgjöf og er hægt að senda þeim póst í gegnum vefsíðuna www.islog.is. Það er nú ekkert í þessu bréfi sem fólk vissi ekki áður, en ég deili þessu með ykkur hér því mér finnst þetta vera bara svo óréttlátt.

Lögfræðinemar eru reyndar komnir í upplestrarfrí fyrir jólaprófin og því ekki hægt að vænta svars frá þeim fyrr en eftir dúk og disk, en ég er þó búinn að prófa þetta og get nú varla tapað meira á því, heldur en ég hef nú þegar gert.

En hér kemur bréfið sem ég skrifaði til Orator:


"Um réttarstöðu þess sem verður fyrir barðinu á ofbeldismanni.

Nú varð ég svo óheppinn veturinn 2001 að ég var barinn í buff fyrir utan Gauk á Stöng og var andlitið krambúlerað töluvert og mátti minnstu muna að nefbeinið færi upp í heila (skv. því sem læknirinn sagði, en eitt högg í viðbót hefði getað gert útslagið). Ég sá aldrei árásarmanninn, en þetta gerðist mjög snöggt og man aðeins eftir því að hafa fengið 4 þung högg á andlitið og því varð að reiða sig á vitni í þessu máli.

Lögreglan mætti á svæðið mjög fljótt og náði hún að yfirheyra vitni (enda hefði það ekki átt að vera erfitt þar sem að þarna fyrir utan stóð töluvert mikið af fólki í röðum til að komast inn (bæði á Gaukinn og Amsterdam).

Ég kærði atburðinn strax og var mér tjáð að þetta væri mjög alvarlegt mál og yrði tekið strax fyrir. Einnig var mér ráðlagt að ráða mér lögmann til að fylgja málinu eftir sem ég og gerði, enda á sá seki að borga brúsan og skv. reglum (sem ég hef heyrt) þá fær maður borgaðar skaðabætur frá ríkinu og það rukkar svo sakborninginn.

Svo leið og beið og lögfræðingurinn skrifaði einhver bréf til lögreglunnar ti að fylgja málinu eftir, en lítið gerðist. Svo fékk ég símhringingu frá lögreglunni um að aðalvitni málsins hefði dregið allt sem hann hafði sagt til baka, en það vitni var þá besti vinur þess sem talin var vera árásarmaðurinn (enda var sá maður mjög þekktur ofbeldismaður og dópisti).

En lögreglan tók niður nöfn á 3 vitnum (aðeins, því þau voru töluvert fleyri á staðnum og var ég því ekki alveg sáttur við vinnubrögð lögregglunnar þar). Þegar hin 2 vitnin voru spurð hvort að þau vildu koma í vitnaleiðslu og benda á árásarmanninn þá treystu þau sér ekki til þess að þekkja hann aftur því það væri orðið svo langt liðið síðan atburðurinn var, en nú var liðið um hálft ár að mig minnir frá því að umrætt atvik átti sér stað.

Það fór því svo að löggan hringdi í mig að lokum og sagði að hún hafi ekki getað gert neitt í málinu og því þar með bara lokið.

Ekki veit ég hvaða bréf lögfræðingurinn sendi eða hvað hann nákvæmlega gerði í þessu máli, en ég veit það bara að ég fékk ekki neinar bætur eða nokkurn skapaðan hlut út úr þessu nema það að ég treysti mér ekki í bæinn einsamall næstu 2 árin og enn þann dag í dag líður mér oft illa vegna þessa atburðar.

Í gær fékk ég svo sendan greiðsluseðil frá lögfræðingnum upp á tæpar 150 þúsund kr fyrir hans vinnu í málinu.

Nú líður mér ekki bara eins og ég hafi verið barinn í buff, heldur líka rændur af lögfræðingi.

Spurningin er semsagt:
Hvernig er það eiginlega á maður gjörsamlega engn rétt á neinu ef lögreglan getur ekki haft upp á árásarmanninum?
M.ö.o. ef löggan sýnir vanræssklu og gerir ekkert í málinu fyrr en allt of seint, eins og í þessu máli, þá á ég engan rétt og verð bara að borga úr eigin vasa þann kostnað sem varð vegna þessa ma?s.

Ef svo er þá er það ráðlegging mín til þeirra sem lenda í svona máli að ráða sér ekki lögfræðing til að vinna í málinu því það bætir bara gráu ofan á svart.

Eða er eina ráðið til að fá lögguna til að vinna að mæta með blaðamann á svæðið og byðja hann um að skrifa dagbók í Moggann, hvernig framgangur málsins er."
    
Já, þetta er ekki gott mál og fáránlegt hjá löggunni að láta þetta drabbast svona, spurning hvort þú hafir verið nógu frekur við lögguna því oft nenna þeir ekkert að gera fyrir aðra en þá sem eru að hringja daglega gæti ég trúað. Vonandi kemur eitthvað út úr þessu bréfi sem þú sendir Hjölli minn.
09:13   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar