miðvikudagur, desember 28, 2005
|
Skrifa ummæli
Espresso
Við erum með Espresso vél í vinnunni og ég hef vanið mig á það að drekka um 10 litla bolla á dag af þessum guðaveigum. Það er aðeins of mikið og finn ég fyrir því á kvöldin þegar ég hef drukkið of mikið kaffi. Eins fæ ég hausverk um helgar þegar ég drekk ekkert kaffi og er það nú ekki gott mál að vera þetta háður því.
Ég hef því ákveðið að kaupa mér almennilega kaffivél til að sleppa við þennan helgarhausverk og geta boðið gestum upp á gott kaffi. Ég hef stúderað aðeins Espresso kaffi á netinu og það er víst ekki sama hvernig það er búið til. Til þess að Espresso kaffi verði gott þarf þrýstingur í gegnum kaffið að vera a.m.k. 9BAR og hitinn um 90-95°. Það er því augljóst að venjulegur gufuþrýstingur er ekki nægilegur (mest um 1,5BAR) og þarf því að fara út í meiri fjárfestingar. Þessi vél kostar um 25þ og er ég að spá í að fjárfesta í henni. Þessi vél er með flott Retro útlit en ég veit ekki hvað hún hitar kaffið mikið en það er einhver mælir framaná henni til þess að ákvarða það og þrýstingurinn er 15BAR þannig að kaffið ætti ekki að vera súrt og ramt heldur unaðslegt, bragðgott Espresso!
    
Hlakka til að drekka kaffið þitt
10:28   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar