laugardagur, desember 03, 2005
|
Skrifa ummæli
Jarðskjálftar
Hvað segir fræðingur hópsins um þetta mál - er þetta rétt?

Þunginn af hæsta skýjakljúfi heims, sem stendur í Taipei, höfuðborg Taívan, og er sérstaklega hannaður til að standast jarðskjálfta sem þar eru tíðir, kann að valda því að fjöldi skjálfta fer vaxandi, segir í grein taívansks jarðskjálftafræðings í vísindatímariti.
Í grein Lin Cheng-hornq, sem er jarðskjálftafræðingur við Taiwan-háskóla í Taipei, segir að 700.000 tonna þrýstingur hússins, sem er 101 hæð og 508 metrar, kunni að valda aukinni skjálftavirkni undir höfuðborginni og næsta nágrenni. Vera kunni að húsið standi á misgengi.
    
Þetta gæti alveg verið rétt. Ef húsið stendur á misgengi þá skiptir það töluverðu máli að fá helling af húsi ofaná sig.

Í Indlandi (að mig minnir 1960 og eitthvað) þá var byggð stór stífla fyrir einhverja risavirkjun og það á svæði sem var ekki þekkt jarðskjálftasvæði, en í kjölfarið kom svo stór skjálfti og í dag eru skjálftar þarna reglulegir.

Einnig verða skjálftar fleyri ef verið er að dæla vatni ofan í jörðina (gert til að jafna út grunnvatnsbyrgðirnar við uppdælingu, eins og t.d. á Hengilssvæðinu, en þar verða reglulega skjálftar þegar verið er að dæla)
16:15   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar