Þetta var nú meiri helgin.
Föstudagurinn var að vísu óskup rólegur og var bara farið snemma að sofa og svo vaknaði ég sprækur á laugardagsmorguninn og fór í vinnuna. Ég og Jói fórum svo síðar um daginn að kjósa og höfum ábyggilega báðir kosið vitlaust, því enginn valmöguleikanna var réttur. Svo var haldið í grillveislu til Særúnar, Guðbergs og Baddí. Við röltum svo yfir götuna til vinar Guðbergs og gláptum á kosningasjónvarpið svona af og til þar til að klukkan var orðin framorðið og röltum við þá bara aftur til baka (að vísu var Jói farinn rétt áður). Ég var svo kominn heim einhverntíman seint og um síðir. Rétt um hádegisbil þá vaknaði ég og var nú ekki alveg sá hressasti, en dreif mig samt sem áður af stað og hjólaði í vinnuna. Horfði einnig á úrsleitaleikinn í íshokkíinu (Svíþjóð - Kanada). Þetta var hörkuleikur og dómarinn var ekkert að flauta of mikið og því talsvert um pústra, eins og það á að sjálfsögðu að vera og úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu og eftir að dómararnir höfðu verið að skoða upptökur af sigurmarkinu í ca 10 mínútur, en það sást ekkert of vel hvort að um mark hafi verið að ræða.
|