Mikið var gaman að sjá Juve vinna stórstjörnurnar hjá Real, nú verður gaman að fylgjast með endaspretti spænsku deildarinnar, gaman ef þeir fengju ekkert eftir þetta ár. Ekki alltaf hægt að kaupa sér titilinn samkvæmt þessu.
Einnig sér maður að það verið að breyta veðurstofunni hægt og bítandi í Grand Rokk, skákklúbbar, bjórklúbbar og pílukast. Já ætli þetta endi ekki bara með því að við hættum að fara á grandarann og förum á bjórkvöld með hjölla uppi á veðurstofu.
Annars er fínt að vera kominn í vinnu aftur eftir stutt frí, nú bíða menn bara eftir að fara í júróvisíon partý haraldar og Jóhanns, þar munu stórstjörnur sjást eins og Tatu og yndi allra landsmanna hún Birgitta. Einnig verða stalkerarnir á svæðinu, þ.e. í partíinu.
Annars keypti ég mér tvo diska í danaveldi, einn með Pigface og einn með Butthole Surfers, já hér eru engar Indigo Girls á ferð eða Sarah Machalagllachlan....
Tölvan mín heima er enn í rúst eftir að ég setti upp windows 2000, vantar nettenginu núna og skrifarann, guð veit hvað meira vantar. En CM4 er kominn af stað og það gerir allt hitt örsmátt miðað við gleðina á heimili mínu :)
|