föstudagur, maí 30, 2003
|
Skrifa ummæli
Var rosalega duglegur í gær:

Vaknaði kl. 10.00
Ég og EE tókum hjólin út klukkan 11:20 og þá var hjólað í brunch í smáralind (enduðum reyndar á TGI Fridays).
Klukkan 13:00 var lagt af stað til Hfj. og haldið á FH-Valur.
Mættum klukkan 13:30 þar og þar sem ég er meðlimur FH klúbbsins þá fór ég niður þar sem í boði var bjór (fékk mér ekki) og einnig voru nokkrar ræður þar með kom þjálfarinn og sagði að hann ætlaði að breyta taktíkinni og spila meiri sóknarbolta.
klukkan 14.00 - leikur hefst og þjálfarinn stóð við orð sín, leikurinn var bara helvítið góður, 4-0 og eitt rautt spjald (mörkin hjá FH, spjaldið hjá Val). Danirnir hjá FH eru að gera góða hluti.
Á leiknum hitti ég marga frækna menn og gamla félaga.
Kl. 16.00 var haldið áfram að hjóla og var endað á Súfistanum þar sem ég fékk mér kaffi með bragðefni út í, mmm gott mál. Hitti þar fleiri gamla félaga og spjallaði aðeins við þá og að sjálfsögðu við EE.
kl. 17.00 var haldið heim á leið með smá viðkomu í Túnhvammi þar sem Oddgeir var að stússast með bróðir sínum og föður, spjölluðum við hann í 10-15 mín og fengum að vita að hann væri fluttur inn (nú er það komið á netmiðill Oddgeir!).
Þegar við komum heim ákváðum við að fara út í Nóatún þar sem keypt var Grísalund á grillið.
Einnig var stoppað í vídeóleigu þar sem við náðum í rosa spennumynd á DVD-R (R mun hafa mikil áhrif í lok sögunnar).
Heim var komið, grillað var grísalund og sveppir fylltir piparosti ásamt smá frönskum úr ofni, og þetta var alger snilld þó ég segi sjálfur frá, kjötið var frábært. Synd að segja að ég sé ekki búinn að mastera Grillið :)
Eftir mat ætluðum við að horfa á DVD-R myndina og þá vildi DVD spilarinn minn ekki sýna myndina, ég fletti upp í manualnum og skoðaði hylkið, en á hylkinu stóð í litlum stöfum að maður þyrfti að passa að spilarinn tæki DVD-R (einmitt það já!!) - how the hell should I know, en eftir að hafa flett því upp þá komst ég að því að svo er greinilega ekki, skrýtið það.
Nú ég fór út á vídeóleigu sagði þeim frá þessu og í góðmennsku sinni fékk ég að skipta um mynd sem ég horfði síðan á um kvöldið (Human Nature eftir Charlie Kaufman).
Í lokin er hægt að segja að um 10:30 hringdi síminn og heyrði ég mikil læti á bakvið - það var Guðjón Karl að hringja frá Stengade 30 þar sem hann var að hlusta á Ske í Köben.
Já góður endir á góðum degi..

kv. Árni Hrannar
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar