miðvikudagur, maí 28, 2003
|
Skrifa ummæli
Eins og staðan er í dag þá er mitt hraðamet komið upp í 51 km/klst og það niður skógarhlíðina (framhjá slökkvistöðinni) og kemst ég ábyggilega ekki mikið hraðar þar nema þá með töluverðum meðvindi. Síðast er ég fór niður brekkuna framhjá Vífilstaðavatni þá var ég ekki með hraðamæli og það var nýbúið að leggja slitlagið svo ég reyndi að fara eins hægt og hægt var, en það var hægara sagt en gert því það var töluverð lausamöl þarna og jeppi á eftir mér sem var alveg upp í rassgatinu á mér (veit ekki hvað hann var að spá) og ef ég hefði dottið á þessum hraða þá efast ég um að jeppinn hefði getað stoppað vegna lausamalarinnar. Ég á því eftir að taka þessa brekku aftur.
Svo stefni ég á þingvallaferð í júní (Nesjavallaleið, báðar leiðir), en það tekur um 3,5 tíma í röskum hjólatúr, svo ætli ég taki þetta ekki bara á 4 tímum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar