föstudagur, maí 30, 2003
|
Skrifa ummæli
Vaknaði rétt um 11:30 í gær og fékk mér tvö mjólkurglös, fyllti vatnsbrúsann og hélt af stað á hjólinu út í óvissuna. Fór sem leið lá niður í Elliðaárdalinn og þaðan upp með ánni og upp að Rauðavatni og þaðan upp að vatnstönkunum á Geithálsi. Úr því að ég var nú kominn alla þessa leið þá gat ég alveg eins haldið áfram aðeins lengra svo ég hjólaði bara í átt að Rauðhólum, en þegar þangað var komið þá ákvað ég bara að skella mér upp í Bláfjöll. Svo ég endaði með því að hjóla til Hafnarfjarðar, en bara lengri leiðina (alls 64,0 km og tók þetta mig 4 klst og 1 mín í hjólatíma, en með pásum þá var ég rétt um 4 tíma og 30 mínútur). Heima í Hafnarfirði voru Sindri og Alma í heimsókn (en Sindri hjólaði líka, en fór bara aðeins styttri leið). Við borðuðum svo pönnukökur með sultu og róma út í garði í sól og blíðu.
Alma var að sjálfsögðu á bíl og voru hjólin okkar bara sett í skottið og var svo brunað til höfuðborgarinnar og farið í bíó (Identity, sem var bara helvíti góð).
Eftir bíó var ekkert eftir nema bara að fara heim og leggja sig (að vísu hnýtti ég eina flugu fyrir svefninn) enda orðinn helvíti þreyttur.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar